Íþróttir

Ástrós Brynjarsdóttir valin íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013
Þriðjudagur 31. desember 2013 kl. 17:10

Ástrós Brynjarsdóttir valin íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013

Ástrós er aðeins 14 ára gömul

Ástrós Brynjarsdóttir, var í dag valin Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013. Ástrós var valin taekwondo kona Íslands árið 2013 og árið 2012. Hún hefur sýnt fram á langtum besta árangur sem nokkur íslensk taekwondo kona hefur náð á einu ári frá upphafi.

Á árinu 2013 var hún valin besta keppandinn á öllum bikarmótunum sem voru haldin, á Íslandsmótinu í tækni og á Reykjavik International games sem er alþjóðlegt mót.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ástrós vann til 19 gullverðlauna á árinu, flestir þeirra í fullorðinsflokki þrátt fyrir að vera ung að árum, en hún er aðeins 14 ára gömul.

Samtals Íslandsmeistaratitlar – 6 (2 af þeim voru liðstitlar)
Samtals bikarmeistarasigrar – 8 (1 af þeim var liðssigur)
Samtals viðurkenningar fyrir besta árangur mótsins – 8

Ástrós varð Norðurlandameistari á árinu, en hún keppni auk þess á tvennum Evrópumótum og þremur alþjóðlegum mótum.

Hún hefur æft með Ólympíukeppendum og heimsklasa þjálfurum, vakið athygli fyrir góða tækni hvar sem hún fer og sigrað hvert mótið á fætur öðrum. Það er augljóst að hér er á ferðinni ein efnilegasta íþróttakona landsins.

Árangur ársins 2013

    Reykjavik International games – Gull í bardaga
    Reykjavik International games – Gull í paratækni
    Reykjavik International games – Gull í hópatækni
    Reykjavik International games – Silfur í einstaklingstækni
    Reykjavik International games – Valin besti kvenkeppandi leikanna í taekwondo
    Bikarmót 2 – Gull í bardaga
    Bikarmót 2 – Gull í einstaklingstækni
    Bikarmót 2 – Valin besti keppandi kvenna í tækni
    Bikarmót 2 Valin besti keppandi kvenna í samanlögðum árangri
    Evrópumót í tækni einstaklings – 9. Sæti
    Evrópumót í tækni para – 10. Sæti
    Spanish Open í einstaklingstækni – 7. Sæti
    Spanish Open í paratækni – 4. Sæti
    Íslandsmót í bardaga – Gull í -47 kg flokki
    Íslandsmót í bardaga – Sigraði liðakeppnina fullorðna
    Bikarmót 3 – Gull í bardaga
    Bikarmót 3 -  Gull í tækni
    Bikarmót 3 – Besti keppandi kvenna í tækni
    Bikarmót 3 -  Besti keppandi kvenna í samanlögðum árangri
    Norðurlandamót – Gull í bardaga
    Norðurlandamót  – Silfur í tækni
    Landsmót UMFÍ – Gull í tækni
    Evrópumót í bardaga – 5. sæti af 27 keppendum, tapaði naumlega fyrir stúlkunni sem varð í 2. Sæti
    Íslandsmót í tækni – Gull í einstaklingstækni svört belti
    Íslandsmót í tækni – Gull í paratækni fullorðna svört belti
    Íslandsmót í tækni – Gull í hópatækni fullorðna svört belti
    Íslandsmót í tækni – Valin keppandi mótsins hjá konum
    Íslandsmót í tækni – vann liðakeppnina
    Scottish Open – Gull í bardaga
    Scottish Open – Gull í einstaklingstækni
    Scottish Open – Gull í paratækni
    Bikarmót 1 – Gull í bardaga flokki 1
    Bikarmót 1 – Gull í bardaga flokki 2
    Bikarmót 1 – Gull í tækni
    Bikarmót 1 – Valin kvenkeppandi mótsins