Íþróttir

Ástrós á HM í annað sinn í ár
Ástrós Brynjarsdóttir.
Þriðjudagur 9. september 2014 kl. 08:59

Ástrós á HM í annað sinn í ár

Ástrós Brynjarsdóttir, íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013 og taekwondo kona Íslands síðustu 2 ár, er á leiðinni á heimsmeistaramótið í tækni (k. poomsae) sem verður haldið í Mexikó 31. okt n.k. Tækni er önnur aðalkeppnisgreinin í taekwondo en hin er bardagi. Ástrós keppti fyrr á árinu á heimsmeistaramótinu í hinni greininni sem er ólympískur bardagi (k. kyorugi). Í fyrra var Ástrós fyrsti íslenski keppandinn til að keppa bæði á Evrópumóti í bardaga og tækni og í ár verður hún sú fyrsta til að hafa tekið þátt í heimsmeistaramóti í báðum greinum. Greinarnar tvær eru í raun mjög ólíkar þótt þær deili að hluta til sumum af sömu einkennunum, líkt og ólíkar greinar í frjálsum íþróttum.

Í tæknikeppni er framkvæmd ákveðin runa af bardagahreyfingum svo sem höggum, vörnum og spörkum eftir ákveðnum stöðlum. Keppendur eru dæmdir eftir nákvæmni í hreyfingum og framkvæmd. Ástrós hefur aldrei verið sigruð í þessari keppni á íslenskum mótum og á fjölda verðlauna á erlendum mótum.

Hér er myndband af Ástrósu að keppa á Íslandsmótinu í tækni í fyrra:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

 
Hér er myndband af Ástrósu að keppa á EM í bardaga í fyrra, en hún varð í 5. sæti á því móti: