Ársmiðar komnir í sölu hjá Keflavík
Ársmiðar á heimaleiki Keflavíkur í Pepsi-deildinni verða til sölu á skrifstofu Knattspyrnudeildar í dag þriðjudag, miðvikudag og föstudag kl. 10:00-14:00. Ársmiðar verða einnig seldir í miðasölunni á fyrsta heimaleik sumarsins sem verður gegn Þór sunnudaginn 4. maí kl. 16:00. Ársmiðinn kostar 13.000 kr. sem er sama verð og í fyrra en miðinn gildir á alla heimaleiki Keflavíkur í Pepsi-deildinni.
Ársmiðasala í Nettó n.k. föstudag milli 13.30 -16.30 leikmenn sjá um söluna og spjalla við stuðningsmenn. Stuðningsmenn eru hvattir til að kaupa ársmiða á leiki Keflavíkur og styðja þannig deildina og knattspyrnuna í Keflavík