Arsenalmaður til Keflavíkur
Knattspyrumaðurinn Issa Abdulkadir verður til reynslu hjá Keflavík næstu daga, en Issa þessi er 18 ára gamall varnarmaður, upphaflega frá Sómalíu en hann er með breskan ríkisborgararétt.
Hann var á mála hjá Arsenal frá 11 ára aldri en hann var látinn fara frá liðinu nú í vor, en mætir á sína fyrstu æfingu hjá Keflavík í kvöld.