Arsenal-Issa áfram hjá Keflavík
Sómalíumaðurinn Issa Abdulkadir hefur samið við Keflavík um að leika með liðinu það sem eftir lifir sumars, en hann er 18 ára varnar-/miðjumaður sem var á mála hjá Arsenal áður en hann kom til landsins.
Keflvíkingar eru ekki enn hættir á leikmannamarkaðnum og hyggjast bæta við sig tveimur leikmönnum í viðbót.
Mynd-Keflavik.is/Jón Örvar