Aron þriðji á Íslandsmótinu
Síðasta motocrossmót ársins fór fram við Bolöldu um síðustu helgi skammt frá Litlu kaffistofunni í úrhellis rigningu þar sem Suðurnesjamaðurinn Aron Ómarsson hafnaði í 2. sæti á eftir gestakeppanda frá Svíþjóð.
Svíinn taldi ekki til stiga á Íslandsmótinu og því varð Aron efstur Íslendinga í keppninni en annað sætið dugði honum ekki til sigurs á Íslandsmótinu og mátti hann sætta sig við 3. sætið í heildarkeppninni þrátt fyrir góðan árangur í Bolöldu.
Aron var því sigurvegari dagsins í Bolöldu í stigakeppninni og sagði það gott veganesti inn í næsta keppnisár. Aron gekk nýverið í raðir
Einar S. Sigurðarson varð Íslandsmeistari í stigakeppninni en hann varð fjórði í Bolöldu og dugði sá stigafjöldi honum til sigurs í heildarkeppninni.
Mynd: www.mxsport.is – Aron á fleygiferð í drullunni á Bolöldu