Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Aron komst inn á Motocross of Nations
Sunnudagur 12. ágúst 2007 kl. 14:46

Aron komst inn á Motocross of Nations

Motocrossmaðurinn Aron Ómarsson gerði góða ferð Norður til Akureyrar um Verzlunarmannahelgina þegar hann hafnaði í 2. sæti í flokki MX1. Svíinn Niklas Granström varð efstur í mótinu en hann er ekki þátttakandi í Íslandsmótinu og því var Aron stigahæsti íslenski ökumaðurinn um helgina. Mótið um helgina var þriðja umferð Íslandsmótsins en næsta mót fer fram hér á Suðurnesjum á Sólbrekkubraut. Með sigrinum klifraði Aron aðeins upp stigatöfluna en langt er í efsta mann.

„Það gekk nánast allt upp hjá mér um helgina en ég gerði smávægileg mistök engu að síður. Enn er langt í Einar Sverrir á toppnum en það eru tvær keppnir eftir,“ sagði Aron sem nú er kominn í íslenska landsliðið sem heldur til Bandaríkjanna í september. „Frábært að vera kominn í landsliðið og fá að keppa á Motocross of Nations mótinu þar sem verða um 100.000 áhorfendur,“ sagði Aron en keppnin ytra er einhver stærsta motocrosskeppni heims. Þar er keppt í liðum en jafnan er um einstaklingskeppnir að ræða í motocrossi. „Þetta gerist ekki betra og það væri ekki verra að taka Íslandsmeistaratitilinn áður en ég fer út,“ sagði Aron. Fjórða umferð Íslandsmótsins fer fram á Sólbrekkubraut laugardaginn 25. ágúst þar sem Suðurnesjamenn eru hvattir til að fjölmenna og styðja við bakið í sínum manni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024