Íþróttir

Aron Íslandsmeistari í Enduro 2018
Miðvikudagur 11. júlí 2018 kl. 11:15

Aron Íslandsmeistari í Enduro 2018

Vélhjólakappinn Aron Ómarsson #66 tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Enduro á Akureyri um liðna helgi. Aron keppir á Husqvarna TE 300i hjóli. Um 100 keppendur tóku þátt í mótinu sem er þolakstursmót í torfærubraut.
 
Mótið á Akureyri um síðustu helgi var síðasta mótið í Íslandsmeistaramótinu í þolakstri þar sem keyrðar eru 75 mínútur í senn, tvisvar á dag.
 
Aron hefur verið sigursæll í sumar og vann þrjár af fjórum keppnum sumarsins og því Íslandsmeistari í Enduro, sem þolaksturskeppnin er kölluð.
 
Framundan hjá Aroni er þátttaka í erfiðustu þolaksturskeppni heims. Hann tekur þátt í þeirri keppni í næstu viku en Aron var einnig þátttakandi í sama móti á síðasta ári.
 
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá aðstæður í keppnisbrautinni á Akureyri.
 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024