Aron Freyr til Keflavíkur
Aron Freyr Róbertsson leikmaður Grindavíkur mun leika með Keflavík í Pepsi- deildinni í knattspyrnu samkvæmt fotbolta.net. Aron Freyr er samningsbundinn Grindavík út tímabilið og þarf því Keflavík að kaupa leikmanninn. Aron lék 18 leiki með liði Grindavíkur í fyrra og skilaði góð frammistaða hans sæti í U21 árs landsliðinu.
Aron hefur leikið áður með Keflavík en hann lék á sínum yngri árum með félaginu ásamt því að leika með Víði Garði, Aron fór yfir til Grindavíkur frá Keflavík í mars 2016. Aron er fyrsti nýi leikmaðurinn sem Keflavík semur við eftir að hafa komist upp í Pepsi- deildina.