Aron Elís til Njarðvíkur
Markvörðurinn Aron Elís Árnason hefur ákveðið að ganga til liðs við Njarðvik frá Reyni Sandgerði en bæði lið leika í 2. deildinni í knattspyrnu. Aron Elís hefur varið mark Reynismanna 67 sinnum frá árinu 2008. Hann var lánaður til Keflavikur sl. sumar en lék engan leik með liðinu í efstu deild. Aron á að baki leiki með flestum yngri landsliðum Íslands en hann er tvítugur að aldri. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga.