Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór skoraði eitt og lagði upp annað mark
Arnór var í stuði gegn Hammarby.
Miðvikudagur 24. apríl 2019 kl. 21:46

Arnór skoraði eitt og lagði upp annað mark

Arnór Ingvi Traustason átti flottan leik með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3:1 sigri á Hammarby en með því liði leikur Selfyssingurinn Viðar Kjartansson.

Gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik en heimamenn voru miklu betri í síðari hálfleik og Suðurnesjamaðurinn skoraði jöfnunarmarkið á 52. mínútu. Malmö komst yfir með sjálfsmarki Hammarby skömmu síðar og þriðja mark Malmö kom á 70 mínútu þegar Arnór Ingvi lagði það upp fyrir Sören Rieks sem skoraði 3:1. Malmö bætti við fjórða markinu og vann 4:1.

Malmö deilir efsta sætinu í Allsvenskan með 10 stig, hefur unnið 3 leiki gert eitt jafntefli og tapað einum leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024