Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór skoraði eftir 11 sekúndur
Þriðjudagur 15. júlí 2014 kl. 09:19

Arnór skoraði eftir 11 sekúndur

Maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik - sjáðu markið hér

Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason stimplaði sig inn í sænska boltann með því að skora sitt fyrsta mark um helgina. Arnór sem leikur með Norrköping skoraði eftir aðeins 11 sekúndur þegar lið hans tók á móti Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni, en leiknum lauk með 3-5 sigri Djurgarden. Arnór gerði sér lítið fyrir og lagði líka upp mark og var valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á heimavelli.

Arnór hefur ekki leikið mikið með liðinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Arnór lék fyrstu 78 mínúturnar í leiknum en lið hans er nú í 8. sæti með 16 stig eftir 14 leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Sjáðu markið hjá Arnóri hér að neðan.