Arnór og Veigar Páll semja við Njarðvík

Njarðvík samdi nýlega við tvo unga og efnilega körfuboltastráka til tveggja ára, þá Arnór Sveinsson og Veigar Pál Alexandersson.

Arnór Sveinsson er 18 ára gamall og uppalinn í Keflavík. Hann byrjaði að spila fyrir Njarðvík í unglingaflokki á miðju síðasta tímabili og er mikilvægur leikmaður fyrir þá þar sem hann átti stóran þátt í að vinna Íslandsmeistaratitilinn með þeim.

Veigar Páll Alexandersson er 17 ára gamall og er uppalinn í Njarðvík. Hann byrjaði á seinasta ári í meistaraflokki aðeins 16 ára og á rosalega bjarta framtíð í körfuboltanum.