Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór og Samúel í byrjunarliðinu í 1-4 sigri
Samúel Kári í leik gegn Indónesíu.
Sunnudagur 14. janúar 2018 kl. 15:03

Arnór og Samúel í byrjunarliðinu í 1-4 sigri

-Arnór fór af velli meiddur

Samúel Kári Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru í byrjunarliði Íslands í seinni landsleiknum gegn Indónesíu í Jakarta í dag. Ísland vann örugglega 1-4.

Þriðji Suðurnesjamaðurinn, Sandgerðingurinn Mikael Anderson var í hópnum en kom ekki inn á. Arnór Ingvi meiddist eftir um það bil hálftíma leik og fór af velli. Albert Guðmundsson kom inn á fyrir Keflvíkinginn og kom heldur betur við sögu með því að skora þrennu. Samúel Kára var skipt út af á 69. mínútu.

Markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason sem lék sl. sumar með Grindvíkingum var einnig í hópnum en fór af velli á 46. mín. Auk þrennu Alberts Guðmundssonar skoraði Arnór Smárason eitt mark en hann kom Íslandi yfir 1-2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðurnesjamennirnir Arnór Ingvi, Samúel Trausti og Mikael Anderson (annar frá vinstri í neðri röð) í íslenska búningnum gegn Indónesíu. Á neðri muyndinni er Mikael í fyrri leiknum.