Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór og Ingvar mæta Dönum og Grikkjum
Föstudagur 18. mars 2016 kl. 13:33

Arnór og Ingvar mæta Dönum og Grikkjum

Reykjanesbæingarnir áfram í hóp hjá Lars

Tveir Suðurnesjamenn eru í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem mætir Danmörku og Grikklandi í æfingaleikjum á næstunni. Um er að ræða miðjumanninn Arnór Ingva Traustason og markvörðinn Ingvar Jónsson, en báðir eru þeir úr Reykjanesbæ. Arnór leikur með Norrköping í Svíþjóð en Ingvar með Sandefjord i Noregi.

Um er að ræða vináttulandsleiki sem eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi. Ísland leikur við Danmörk í Herning þann 24. mars á MCH vellinum í Herning. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Danmerkur, stýrir í leiknum sínum fyrsta landsleik en hann tók nýlega við landsliðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Seinni leikurinn er gegn Grikklandi þann 27. mars og er hann leikinn á heimavelli Olympiacos í borginni Piraeus. Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV.

Hópinn má sjá hér.