Arnór og Ingvar byrja hjá Íslendingum
Stórt tækifæri segir Arnór í viðtali
Arnór Ingvi Traustason byrjar á vinstri kantinum og Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson mun standa í markinu þegar íslendingar mæta Finnum í vináttulandsleik í knattspyrnu síðar í dag. Gunnleifur Gunnleifsson sem átti að byrja í markinu glímir við meiðsli.
Leikurinn fer fram í Abu Dhabi en síðar í vikunni leika Íslendingar við gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Leikurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma. Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað.
Hér að neðan má sjá viðtal við Arnór sem fjölmiðlafulltrúi KSÍ tók við hann í Abu Dhabi. Þar segir Arnór m.a. að þessi leikir séu stórt tækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir EM í Frakklandi næsta sumar.
Lið Íslands (4-4-2)
Markvörður
Ingvar Jónsson
Hægri bakvörður
Haukur Heiðar Hauksson
Vinstri bakvörður
Hjörtur Logi Valgarðsson
Miðverðir
Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen
Miðjumenn
Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði) og Rúnar Már Sigurjónsson
Hægri kantmaður
Theodór Elmar Bjarnason
Vinstri kantmaður
Arnór Ingvi Traustason
Framherjar
Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Viðar Örn Kjartansson