Arnór og félagar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar
Fer til Spánar, Belgíu og Ítalíu
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Rapid Vín komust í gær í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu þrátt fyrir 0-2 tap gegn slóvenska liðinu Trencin, en Vínarbúar unnu fyrri leikinn örugglega. Arnór lék í 83 mínútur í leiknum í gær. Í dag var svo dregið í riðla þar sem í ljós kom að andstæðingar Rapid verða Athletic Bilbao frá Spáni, Genk frá Belgíu og Sassuolo frá Ítalíu.