Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór og félagar í Malmö vonast til að geta strítt Chelsea
Fimmtudagur 14. febrúar 2019 kl. 11:40

Arnór og félagar í Malmö vonast til að geta strítt Chelsea

Arnór Ingvi Traustason og félagar hans í Malmö frá Svíþjóð mæta stórliði Chelsea í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld og er fyrri leikurinn á heimavelli þeirra í Svíþjóð. Arnór sagði m.a. á blaðamannafundi að liðið væri tilbúið í þessa viðureign gegn stjörnum prýtt Chelsea lið þó hann hefði kosið að mæta liði sem væri ekki jafn sterkt.
Arnór á liðsfélagi hans Lasse Nielsen svöruðu spurningum fréttamanna á blaðamannafundi í gær en mikill spenningur er í Malmö fyrir þennan stóra leik sænska liðsins.
Arnór og Lasse voru spurðir út í komandi leik og hvað þeim fyndist um enska liðið og möguleika þeirra á að ná hagstæðum úrslitum. Viðtalið við þá er fyrstu 8 mínúturnar en eftir það er viðtal við þjálfara liðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024