Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór og Elías í 21 árs liði Íslands sem mætir Dönum
Elías Már og Arnór Ingvi.
Föstudagur 3. október 2014 kl. 14:10

Arnór og Elías í 21 árs liði Íslands sem mætir Dönum

Keflvíkingarnir Elías Már Ómarsson og Arnór Ingvi Traustason eru báðir í U21 liði Íslands sem mætir Dönum í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi. Elías hefur leikið vel með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar en Arnór leikur með Norrköping í Svíþjóð.

Fyrri leikurinn verður í Álaborg, föstudaginn 10. október en sá seinni á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15.  Það lið sem hefur betur úr þessum viðureignum samanlagt, tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024