Arnór og Elías í 21-árs liði Íslands
Keflvíkingarnir Arnór Ingvi Traustason og Elías Már Ómarsson hafa báðir verið valdir í 21-árs landslið Íslands í knattspyrnu, sem mætir Armenum og Frökkum í lokaleikjum riðlakeppni EM hjá U21 karla. Miðjumaðurinn Arnór leikur með Norrköping í Svíðþjóð en Elías hefur slegið í gegn með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar.
Arnór hefur verið að gera það gott í Svíþjóð.