Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór meiddist og Elías spilaði lítið
Miðvikudagur 18. nóvember 2015 kl. 09:36

Arnór meiddist og Elías spilaði lítið

Ingvar fékk ekki tækifæri gegn Slóvökum

Íslendingar töpuðu 1-3 gegn Slóvakíu í vináttulandsleik í knattspyrnu í gær. Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Íslendinga annan leikinn í röð en hann varð að fara af velli eftir stundarfjórðung vegna meiðsla. Óheppilegt fyrir Arnór sem þótti leika vel gegn Pólverjum. Hann fékk högg aftan í kálfann en virðist ekki alvarlega meiddur.

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson kom inn á í blálokin en hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Ingvar Jónssson markvörðurinn frá Njarðvík, fékk ekki tækifæri til þess að sanna sig í leiknum frekar en gegn Pólverjum á dögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.