Arnór með sigurmark Íslendinga
Sjáðu markið hér
Arnór Ingvi Traustason var ekki lengi að koma sér á blað með íslenska landsliðinu sem nú leikur vináttuleik gegn Finnum í Abu Dhabi. Leikurinn endaði með 1:0 sigri Íslands þar sem Arnór skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu með glæsilegum hætti. Arnór fór af velli í hálfleik en hann stóð sig vel á vinstri kantinum á þessum 45 mínútum. Ingvar Jónsson lék einnig í fyrri hálfleik en fór af velli á sama tíma og Arnór. Elías Már Ómarsson fékk að spila síðustu 20 mínúturnar en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.
Sjáðu markið hjá Arnóri Ingva hér.
	
		Arnór Ingvi ætlar ekki bara að spila sig til Frakklands, heldur í byrjunarliðið á EM sýnist mér. #fotbolti #vonarstjarna
	— Teitur Örlygsson (@teitur11) January 13, 2016
	
		Arnór fyrir löngu búinn að spila sig inn í hug minn og hjarta en í augnablikinu er hann að spila sig inn í hópinn sem fer á EM í sumar
	— Frans Elvarsson (@franselvars) January 13, 2016
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				