Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór með sigurmark Íslendinga
Miðvikudagur 13. janúar 2016 kl. 17:04

Arnór með sigurmark Íslendinga

Sjáðu markið hér

Arnór Ingvi Traustason var ekki lengi að koma sér á blað með íslenska landsliðinu sem nú leikur vináttuleik gegn Finnum í Abu Dhabi. Leikurinn endaði með 1:0 sigri Íslands þar sem Arnór skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu með glæsilegum hætti. Arnór fór af velli í hálfleik en hann stóð sig vel á vinstri kantinum á þessum 45 mínútum. Ingvar Jónsson lék einnig í fyrri hálfleik en fór af velli á sama tíma og Arnór. Elías Már Ómarsson fékk að spila síðustu 20 mínúturnar en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Sjáðu markið hjá Arnóri Ingva hér.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024