Arnór maður leiksins í sigri Íslands
Miðjumaður Keflvíkinga, Arnór Ingvi Traustason átti frábæran leik fyrir undir 21. árs lið Íslands í knattspyrnu í gær. Arnór skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri gegn Kasakstan en markið gerði Arnór eftir hornspyrnu.
Í hinum ýmsu miðlum þá var Arnór valinn maður leiksins en honum var skipt út af nokkrum mínútum fyrir leikslok. Arnór hefur verið fastamaður í byrjunarliði liðsins að undanförnu og staðið sig vel.