Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi: „Veltur allt á mér“
Laugardagur 23. janúar 2016 kl. 13:00

Arnór Ingvi: „Veltur allt á mér“

Fyrsta landsliðsmarkið og möguleikarnir á að komast á EM

Knattspyrnukappinn Arnór Ingvi Traustason vakti enn og aftur athygli fyrir vasklega framgöngu með íslenska landsliðinu í fótbolta þegar liðið lék tvo æfingaleiki í Abu Dhabi fyrir skömmu. Arnór var ekki lengi að stimpla sig inn og skoraði sigurmark Íslendinga í 1-0 sigri á Finnum.

„Það var mjög gott að ná að skora mitt fyrsta mark fyrir Ísland þó svo að það hafi verið í æfingaleik. Þetta er landsliðið og það er alltaf heiður að fá að spila fyrir þjóð sína og hefur verið markmið mitt síðan ég man eftir mér,“ sagði Arnór í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann er óneitanlega inn í myndinni hjá þjálfurum liðsins en hann er þó ekki of mikið að hugsa til Frakklands þar sem Evrópukeppnin verður næsta sumar.
„Ég reyni að hugsa sem minnst um EM þó svo að það sé mjög erfitt. Ég vil ekki gefa mér einhverja ákveðna möguleika. Það þarf bara að koma i ljós, svo veltur þetta allt á mér sjálfum að standa mig með mínu félagsliði.“