Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi tognaður í læri
Fimmtudagur 18. janúar 2018 kl. 07:00

Arnór Ingvi tognaður í læri

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, fór meiddur af velli þegar lið Íslands mætti Indónesíu í æfingaleik síðastliðinn sunnudag. Arnór var í byrjunarliðinu en fór meiddur út af í fyrri hálfleik.
Arnór er nýkominn til Malmö eftir að hafa samið við liðið í desember í fyrra og sagði hann í viðtali við Sydsvenskan að meiðsli sín væru smávægileg. Þetta kemur fram á fotbolti.net.

Landsliðsþjálfari Íslands, Heimir Hallgrímsson, sagði einnig í viðtali að meiðsli Arnórs væru smávægileg og að leikmaðurinn hefði tognað í læri, því hafi þeir ekki viljað taka neinar áhættur í leiknum og Arnór tekinn út af.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024