Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi skoraði tvö gegn liði David Beckham
Arnór í leik með New England Revolution gegn Atlanta. Ljósmynd: revolutionsoccer.net
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 22. júlí 2021 kl. 08:50

Arnór Ingvi skoraði tvö gegn liði David Beckham

Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði tvö mörk í stórsigri New England Revolution á Inter Miami í austurriðli bandarísku MLS-deildarinnar í gær.

Leikið var á heimavelli Miami og Arnór Ingvi kom sínu liði yfir þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu. New England komst í tveggja marka forystu á 27. mínútu með marki frá Teal Bunbury en Arnór var aftur á ferðinni níu mínútum síðar með sitt annað mark (36'). Rétt áður en blásið var til leikhlés skoraði Adam Buksa fjórða mark New England (45'+4). Buksa skoraði fimmta og síðasta mark New England á 83. mínútu og öruggur, fimm marka stórsigur Arnórs og félaga í höfn.

Þetta voru fyrstu mörk Arnórs fyrir New England á tímabilinu en hann hefur komið við sögu í fjórtán leikjum liðsins, tíu sinnum í byrjunarliði og fjórum sinnum af bekknum. New England Revolution er á toppi síns riðils með 30 stig eftir fimmtán umferðir, hefur unnið níu leiki, gert þrjú jaftefli og tapað þremur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Inter Miami er einna þekktast fyrir að vera í eigu David Beckham en fyrrum samherji hans hjá Manchester United, Phil Neville, er aðalþjálfari liðsins. Inter Miami hefur ekki gengið sem skildi í ár og vermir botn austurriðilsins með einungis átta stig.