Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Arnór Ingvi skoraði sigurmark Malmö
Þriðjudagur 3. apríl 2018 kl. 10:45

Arnór Ingvi skoraði sigurmark Malmö

Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Malmö FF í leik gegn Elfsborg í gær í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arnór Ingvi skoraði seinna mark Malmö á 24. mínútu leiksins eftir sendingu frá Markus Rosenberg. Arnór lék góðan leik í gær og endaði leikurinn með 2-1 sigri Malmö.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikmaðurinn var töluvert gagnrýndur þegar hann lék með Rapid Vin og AEK Aþenu áður en hann gekk til liðs við Malmö og fagnaði hann markinu með því að setja einn putta í hvort eyra og svaraði gagnrýninni þannig að hann væri ekki að hlusta.

„Þetta var fyrir mig sjálfan. Ég hef kannski fengið mikla gagnrýni undanfarin ár. Þá þarf að halda áfram og hlusta á sjálfan sig," sagði Arnór aðspurður út í fagnið og gagnrýnina. Þetta kemur fram á fótbolti.net. Arnór segist einnig loka á þessar gagnrýnisraddir og ætli sér að einbeita sér að því að standa sig vel með Malmö.

Mark Arnórs er í myndskeiðinu á 1:46 mín.