Íþróttir

Arnór Ingvi skoraði og kom Íslandi yfir
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 22. mars 2024 kl. 09:31

Arnór Ingvi skoraði og kom Íslandi yfir

Fór meiddur af velli í seinni hálfleik

Arnór Ingvi Traustason kom Íslandi í forystu þegar Ísland vann Ísrael 4:1 í gær og tryggði sér farseðil í úrslitaleik gegn Úkraínu um sæti á EM næsta sumar.

Fátt markvert gerðist fyrsta hálftíma leiksins eða þar til Daníel Leó Grétarsson braut klaufalega á leikmanni Ísrael og víti dæmt. Ísraelar skoruðu úr vítinu og komnir yfir (31').

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Albert Guðmundsson, besti maður vallarins, jafnaði leikinn með glæsilegu marki úr aukaspyrnu (39'), skömmu síðar tók hann hornspyrnu og boltinn endaði á að berast til Arnórs Ingva sem skoraði örugglega (39') og eftir frábæran endi á fyrri hálfleik gekk Ísland til klefa með eins marks forystu.

Í seinni hálfleik þurfti Arnór Ingvi að fara af velli (62') þegar hann fékk tak aftan í lærið og var óttast að hann væri jafnvel tognaður. Tíu mínútum síðar var einum leikmanna Ísrael sýnt rauða spjaldið (73') en manni færri fengu þeir tækifæri til að jafna leikinn þegar önnur vítaspyrna var dæmd á Ísland (80'). Ísraelar misnotuðu spyrnuna og Albert Guðmundsson kórónaði svo frábæran leik með tveimur mörkum í lokin (83' og 87') og gulltryggði íslenskan sigur.

Í viðtali við mbl.is eftir leik sagðist Arnór Ingvi hafa fengið verk aft­an í lærið en von­ast til þess að þetta sé ekki togn­un. „Ég reyndi að vera nægi­lega klók­ur, sett­ist niður strax og ég fann fyr­ir þessu, þannig að við skoðum þetta vel. Mín til­finn­ing er sú að þetta sé ekki togn­un og von­andi geng­ur það eft­ir," sagði Arn­ór Ingvi.

„Ég er mjög sátt­ur við frammistöðuna í kvöld. Það var ekki mikið búið að gerst í leikn­um þegar við feng­um þessa víta­spyrnu á okk­ur. Það bjugg­ust marg­ir við því að þetta yrði sveiflu­kennd­ur leik­ur og þegar við fór­um að halda bet­ur í bolt­ann og þrýsta þeim aft­ar á völl­inn feng­um við sjálfs­traustið og upp­skár­um í fram­haldi af því þessi tvö mörk."

Um seinna víti Ísraela hafði hann þetta að segja: „Það var erfitt að fá á okk­ur þessa seinni víta­spyrnu, VAR hef­ur ekki verið okk­ar besti vin­ur í þess­ari undan­keppni, og þetta var stress­andi en sem bet­ur fer skaut hann bara fram­hjá mark­inu. Það var mjög erfitt að fylgj­ast með leikn­um utan vall­ar síðasta hálf­tím­ann og geta ekk­ert gert sjálf­ur."

Viðtalið við Arnór má sjá á mbl.is