Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi skoraði í sigri Norrköping
Arnor Ingvi Traustason
Sunnudagur 9. ágúst 2015 kl. 16:27

Arnór Ingvi skoraði í sigri Norrköping

Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt af þremur mörkum Nörrköping í góðum sigri á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í gær.

Arnór skoraði fyrsta mark leiksins en Norrköping leiddi 2-0 í hálfleik. Örebro minnkaði muninn í síðari hálfleik en Norrköping menn gerðu úti um leikinn með þriðja markinu áður en yfir lauk. Arnór Ingvi spilaði allann leikinn fyrir sitt lið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Norrköping situr í 2. sæti deildarinnar með 38 stig eftir 19 umferðir, eins og topplið IFK Gautaborgar en Norrköping hefur lakari markatölu eins og staðan er í dag.

Hér má sjá myndskeið frá markinu glæsilega.