Arnór Ingvi skoraði gegn Möltu
	Keflvíkingarnir Arnór Ingvi Traustason og Elías Már Ómarsson og Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson voru í byrjunarliði Íslands í gær í vináttulandsleik gegn Möltu. Leikurinn fór 0-2 fyrir Íslandi og skoraði Arnór Ingvi annað markið eftir fyrirgjöf frá Elíasi Má.
	Arnór Ingvi hefur nú skorað fimm mörk í þeim tólf landsleikjum sem hann hefur spilað. Elías Már átti gott færi í fyrri hálfleik þar sem hann átti góðan skallabolta eftir fyrirgjöf frá Arnóri Smára en markvörður Möltu varði vel. 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				