Arnór Ingvi, Samúel Kári og Alfreð til Rússlands

Arnór Ingvi Traustason og Samúel Kári Friðjónsson, báðir úr Reykjanesbæ, eru í íslenska landsliðshópnum sem keppir á HM í Rússlandi í júní. Þá er Alfreð Finnbogason einnig í hópnum. Hann er uppalinn Grindvíkingur. Íslenski hópurinn var kynntur rétt í þessu.
 
„Samúel Kári hefur marga eiginleika sem við leitum eftir. Kraftmikill með hlaupagetu og getur spilað margar stöður. Hann getur spilað á miðjunni og það hjálpar þar sem Aron og Gylfi eru tæpir. Hann er framtíðarmaður fyrir íslenska landsliðið,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á mbl.is.
 
Samúel Kári var ekki í EM-hópnum í Frakklandi en þar voru Alfreð og Arnór Ingvi hins vegar, þar sem Arnór stimplaði sig rækilega inn.