Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi og félagar komnir á toppinn í Svíþjóð
Arnór Ingvi heldur áfram að standa sig vel í Svíþjóð
Fimmtudagur 24. september 2015 kl. 16:17

Arnór Ingvi og félagar komnir á toppinn í Svíþjóð

Arnór mark og stoðsendingu i 4-2 sigri á Djurgarden

Norrköping, lið Arnórs Ingva Traustasonar, er komið á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 4-2 sigur á liði Djurgarden í gær en leikið var á heimavelli Norrköping.

Arnór Ingvi skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti eftir frábæra senddingu liðsfélaga síns inn fyrir vörn Djurgarden. Norrköping komst í 2-0 áður á gestirnir svöruðu fyrir sig en Djurgarden jafnaði svo í 2-2 úr vítaspyrnu. Það tók Norrköping aðeins mínútu að svara fyrir sig en Arnór Ingvi átti stoðsendinguna í því marki sem var af dýrari gerðinni og kom á 69. mínútu leiksins. Heimamenn í Norrköping innsigluðu svo 4-2 sigur sinn með marki á lokamínútu leiksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir leiki gærkvöldsins eru Norrköping í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, jafnmörg og AIK sem er með lakari markatölu. IFK Gautaborg er í þriðja sætinu með 53 stig og á leik til góða og geta því tyllt sér í efsta sæti með sigri á Elfsborg í kvöld.

Arnór Ingvi hefur átt mjög gott tímabil með Norrköping og skorað 6 mörk og gefið 7 stoðsendingar fram að þessu í deildinni.

Norrköping leikur næst gegn Gefle IF FF á sunnudag.

Hér má sjá öll mörkin úr leiknum í gær.