Arnór Ingvi með sigurmark Rapid
Arnór Ingvi Traustason gerði það heldur betur gott í leik helgarinnar með Rapid Wien þegar liðið vann SKN Poelten í austurísku deildinni í gær. Arnór skoraði sigurmark liðsins á 79. mínútu en hann var valinn maður leiksins.
Hann var sáttur með frammistöðuna og sagði á samfélagsmiðlinum Twitter að sigurinn væri mikilvægur en hann baðst líka afsökunar fyrir tæklingu á lokamínútu leiksins en hann fékk gult spjald fyrir brotið. Arnór sagði að brotið hefði ekki verið til fyrirmyndar.
Hér að neðan má sjá brot af því besta úr leiknum en markið kemur á 4. mín. myndskeiðsins.