Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi með glæsimark í sigri Rapid - video
Sunnudagur 7. ágúst 2016 kl. 17:07

Arnór Ingvi með glæsimark í sigri Rapid - video

Arnór Ingvi Traustason opnaði markareikninginn með nýja félagi sínu Rapid Wien þegar liðið vann stórgrannaslaginn við Austra Wien 1-4 í austurísku deildinni í knattspyrnu. Arnór skoraði fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti á 33. mínútu.

Arnór fékk boltann inn í teig eftir skemmtilegt samspil félaga sinna. Liðið vann síðan öruggan sigur á Austra liðinu. Arnór meiddist á 44. mínútu og þurfti að fara af leikvelli. Austurískir fjölmiðlar telja þó að meiðslin séu ekki alvarleg.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024