Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór Ingvi kominn til Malmö
Mynd: Heimasíða Malmö
Fimmtudagur 7. desember 2017 kl. 13:33

Arnór Ingvi kominn til Malmö

Arnór Ingvi Traustason hefur skrifað undir samning við sænska meistaraliðið Malmö í Svíþjóð en samningurin gildir til ársins 2021. Arnór kannast við sig í Svíþjóð en hann lék með sænska liðinu Norrköping árið 2015 og varð meistari með þeim. Arnór lék með AEK í Aþenu en fékk lítið af tækifærum með liðinu og vildi því komast í lið þar sem hann fengi fleiri mínútur inn á vellinum, áður en hann lék með AEK gekk hann í raðir Rapid í Vín en tækifærin voru einnig fá þar. Leikmaðurinn knái er alinn upp hjá Keflavík en með landsliði Íslands hefur hann skorað fimm mörk og leikið fimmtán leiki.

Arnór segir í viðtali á heimasíðu sænska liðsins að Malmö sé stærsti klúbburinn í Skandínavíu og þegar að hann hafi heyrt af áhuga þeirra þá vildi hann koma strax til þeirra. Hann hafi spilað gegn þeim nokkrum sinnum, veit hvernig þeir spila og hversu gott liðið og stuðningsmenn þeirra séu, hann segist einnig vera glaður að vera kominn aftur til Svíþjóðar og vilji skilja síðasta eitt og hálfa árið eftir.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024