Arnór Ingvi greindur með kórónaveiruna
Það er ljóst að Arnór Ingvi tekur ekki þátt í leikjum íslenska landsliðsins í þessari landsleikjahrinu. Arnór, sem hefur verið í byrjunarliði Íslands undanfarið, var tekinn út úr leikmannahópnun eftir að upp kom smit í liði Malmö sem Arnór leikur með í Svíþjóð.
Þrátt fyrir að Arnór Ingvi hafði fengið tvisvar sinnum neikvætt úr skimun ákvað KSÍ að gæta fyllstu varúðar þegar sú ákvörðun var tekin. Nú er komið á daginn að Arnór Ingvi er smitaður og tekur því ekki þátt í næstu leikjum.
„Þetta er ömurlegt en aftur á móti góð ákvörðun að fara ekki inn í hópinn. Ég get komið með fréttir að ég testaðist positívur í morgun," sagði Arnór við Vísi sem greindi frá þessu.