Arnór Ingvi á skotskónum

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur komið ferskur eftir HM en hann hefur skorað í síðustu tveimur leikjum Malmö liðsins. Í gærkvöld skoraði hann eitt af þremur mörkum liðsins gegn Drita frá Kosóvó í forkeppni Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.

Arnór Ingvi skoraði annað mark Malmö á 39. mínútu. Hann sagði í stuttu viðtali á heimasíðu liðsins vera í góðu formi eftir HM og tilbúinn í slaginn með sínu liði en því hefur ekki gengið mjög vel á keppnistímabilinu.

Arnór Ingvi var í HM hópnum og kom inn á í síðasta leik Íslands gegn Króatíu. Mynd/fotbolti.net