Arnór í byrjunarliði Malmö
Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason og lið hans Malmö taka nú þátt í Mestaradeildinni í knattspyrnu en Arnór byrjaði inn á í leik liðsins gegn CFR Cluj í gær. Malmö tryggði sér þar mikilvægan sigur á útivelli 1-0. Næsti leikur liðsins verður leikinn í Malmö og þarf lið CFR Cluj sem kemur frá Rúmeníu að skora að minnsta kosti tvö mörk til að vinna viðureignina.
Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Malmö í sænsku deildinnin en liðið er á réttri leið núna eftir brösótta byrjun en er þó átta stigum frá Evrópusæti.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				