Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór bætir í bikarskápinn
Mánudagur 9. nóvember 2015 kl. 10:58

Arnór bætir í bikarskápinn

Vann Supercupen með IFK Norrköping

Arnór Ingvi Traustason og félagar í sænska meistaraliðinu IFK Norrköping lokuðu frábæru tímabili í gær með 3-0 sigri á Gautaborg, í leik milli sænsku meistaranna og bikarmeistara Svíþjóðar. Því eru Norrköping meistarar meistaranna þetta árið og Arnór bætir í bikarskápinn.

Arnór lék í 76 mínútur í leiknum en hann mun á næstunni leika tvo æfingaleiki með íslenska landsliðinu gegn Pólverjum og Slóvakíu. Staðan var orðin 3-0 í hálfleik og því má segja að sigurinn hafi verið nokkuð auðveldur fyrir meistarana. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.