Íþróttir

Arnór átti stórleik í Svíþjóð
Mánudagur 15. september 2014 kl. 20:27

Arnór átti stórleik í Svíþjóð

Skoraði og lagði upp tvö mörk í sigri

Enn og aftur var Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason á skotskónum í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, þegar lið hans Norrköping lagði lið IF Brommapojkarna 3-1. Arnór lét sér ekki nægja að skora eitt mark í leiknum heldur lagði hann upp hin tvö. Arnór skoraði einnig í síðasta leik liðsins en þá var leikið í bikarnum. Arnór hefur skorað fjögur mörk og lagt önnur upp fjögur í deild og bikar það sem af er tímabili, en hann missti af byrjun móts vegna meiðsla, en er óðum að ná sér á strik.

Hér má sjá viðtal við Arnór eftir leikinn í kvöld. Kappinn er allur að koma til í sænskunni en hér spreytir hann sig á ensku.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024