Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnór á leiðinni til Svíþjóðar
Miðvikudagur 6. desember 2017 kl. 12:59

Arnór á leiðinni til Svíþjóðar

Knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason er á leiðinni til Malmö í Svíþjóð ef marka má fréttir sænska miðilsins Expressen. Á heimasíðu Expressen kemur fram að Arnór hafi ekki vitað af því að Malmö hefði áhuga á honum en hann er orðaður við nokkra klúbba þessa stundina. Arnór vill sjálfur ekki tjá sig um málið og bendir á umboðsmann sinn. Hann er á samning hjá AEK í Grikklandi og hefur ekki fengið að spila eins mikið og hann hefði viljað en Ísland er á leiðinni á HM í Rússlandi og því vill Arnór fá eins mikinn spilatíma til að eiga möguleika á því að komast í liðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024