Arnór á förum frá AEK

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður gríska liðsins AEK Aþenu og fyrrum leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu, segir í samtali við fotbolti.net að staða hans sé ekki góð og stefni hann að því að fara frá liðinu í janúar, nú þegar séu einhverjar þreifingar byrjaðar.

Arnór hefur ekki fengið tækifæri hjá liðinu og segir að sama hvað hann geri sé ekkert nógu gott. Liðið viti að hugur hans leiti annað og viti stöðuna hans varðandi landsliðið vegna HM næsta sumar.

Arnór er sem stendur í Katar þar sem íslenska landsliðið í knattspyrnu er í æfingabúðum en liðið leikur gegn Katar á morgun og hefst leikurinn kl 16:30 að íslenskum tíma.