Arnór á forsíðum ensku blaðanna
Englendingar fegnir að mæta Íslendingum - Sleppa við Ronaldo
Framganga Íslands á EM hefur vakið heimsathygli eftir frækinn sigur gegn Austurríki í gær, þar sem Suðurnesjamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri. Ljóst er að Ísland mun mæta Englandi í 16-liða úrslitum á mánudaginn næsta.
Því hafa enskir miðlar sýnt Íslendingum sérstakan áhuga og gera dagblöðin í Englandi talsvert úr sigri Íslands. Þar er okkar maður nokkuð áberandi og prýðir hann forsíður íþróttablaðanna í nokkrum af stærstu blöðum Englands eins og sjá má hér að neðan, en einnig má sjá hér myndband af marki Arnórs.
Englendingar eru þekktir fyrir að leika sér með fyrirsagnir. Myndatextinn er líka góður.
„Markið sem gaf Englendingum von,“ segir The Times og birtir mynd af Arnóri skora markið fræga.
Arnór og Birkir Bjarnason fagna marki Arnór í blálokin í gær.