Arnór, Elías og Ingvar í A-landsliðið
Fá tækifæri í tveimur æfingaleikjum
Miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason er meðal leikmanna sem taka þátt í æfingaleikjum A-landsliðsins í knattspyrnu á næstunni. Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson fær einnig pláss í hópnum en hann leikur í Noregi um þessar mundir. Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson, sem einnig leikur í Noregi er líka í hópnum. Hópurinn mun leika gegn Pólverjum og Slóvökum í nóvember. Ingvar og Elías hafa fengið tækifæri í æfingaleikjum landsliðsins áður en nú er ansi mikið undir þar sem EM er á næsta leyti. Arnór er að fá sitt fyrsta tækifæri eftir frábært tímabil í Svíþjóð þar sem hann var lykilmaður í meistaraliði Norrköping. Hann hafði verið valinn áður en gat ekki leikið sökum meiðsla.
Ingvar og Elías fengu tækifæri í leikjum gegn Kanada í fyrra.
Báðir leikirnir fara fram ytra gegn Pólverjum í Varsjá 13. nóvember og gegn Slóvakíu í Zilina 17. nóvember.
Landsliðshópurinn
Markmenn
12 Ingvar Jónsson 1989 Sandnes Ulf
1 Ögmundur Kristinsson 1989 Hammarby IF
13 Frederick Schram 1995 FC Vestsjælland
Varnarmenn
2 Birkir Már Sævarsson 1984 Hammarby IF
6 Ragnar Sigurðsson 1986 FK Krasnodar
14 Kári Árnason 1982 Malmö FF
23 Ari Freyr Skúlason 1987 OB
4 Haukur Heiðar Hauksson 1991 AIK
5 Hólmar Örn Eyjólfsson 1990 Rosenborg BK
3 Hörður Björgvin Magnússon 1991 AS Cesena
20 Sverrir Ingi Ingason 1993 KSC Lokeren
22 Hjörtur Hermannsson 1995 PSV
Miðjumenn
17 Aron Einar Gunnarsson 1989 Cardiff City FC
8 Birkir Bjarnason 1988 FC Basel
10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 Swansea City FC
18 Theódór Elmar Bjarnason 1987 AGF
21 Rúnar Sigurjónsson 1990 GIF Sundsvall
7 Elías Már Ómarsson 1995 Vålerenga IF
16 Arnór Ingvi Traustason 1993 IFK Norrköping
19 Óliver Sigurjónsson 1995 Breiðablik
Sóknarmenn
9 Kolbeinn Sigþórsson 1990 FC Nantes
11 Alfreð Finnbogason 1989 Olympiakos
15 Jón Daði Böðvarsson 1993 Viking FK