Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Árni Freyr sleit krossband
Lið Keflavíkur sem lék nýverið í Lengjubikarnum. Mynd/Keflavik.is
Þriðjudagur 9. apríl 2013 kl. 12:23

Árni Freyr sleit krossband

Markvörðurinn Árni Freyr Ásgeirsson hjá Keflavík mun líklega ekki leika aftur á þessu ári eftir að hafa slitið krossband fyrir skömmu. Árni Freyr hefur varið mark Keflavíkur í Lengjubikarnum í fjarrveru Ómars Jóhannssonar sem hefur er meiddur en er að komast aftur af stað. Greint er frá þessu á Keflavik.is

Fleiri meiðslafregnir frá Keflavík eru þær að Einar Orri Einarsson, sem fór í hnéaðgerð í desember, er að byrja að æfa með liðinu á nýjan leik, en ekki er vitað hvenær hann verður leikfær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grétar Atli Grétarsson og Ray Anthony Jónsson eru þá einnig að byrja æfa að aftur með liðinu eftir meiðsli.