Árni Freyr sleit krossband
Markvörðurinn Árni Freyr Ásgeirsson hjá Keflavík mun líklega ekki leika aftur á þessu ári eftir að hafa slitið krossband fyrir skömmu. Árni Freyr hefur varið mark Keflavíkur í Lengjubikarnum í fjarrveru Ómars Jóhannssonar sem hefur er meiddur en er að komast aftur af stað. Greint er frá þessu á Keflavik.is
Fleiri meiðslafregnir frá Keflavík eru þær að Einar Orri Einarsson, sem fór í hnéaðgerð í desember, er að byrja að æfa með liðinu á nýjan leik, en ekki er vitað hvenær hann verður leikfær.
Grétar Atli Grétarsson og Ray Anthony Jónsson eru þá einnig að byrja æfa að aftur með liðinu eftir meiðsli.