Arnar og Ingibjörg til Keflavíkur

Keflvíkingar virðast vera hafa samið við bæði Arnar Freyr Jónsson og Ingibjörgu Jakobsdóttur um að leika með félaginu. Samkvæmt vefsíðu KKÍ eru Arnar og Ingibjörg búin að ganga frá félagsskiptum yfir til Keflavíkur en bæði eru þau búsett í Danmörku þar sem þau léku síðast körfubolta. Óvíst er hvort eða hvenær þau ganga til liðs við Keflavík en búið er að ganga frá pappírum.

Í samtali við  Karfan.is sagði Sævar Sævarsson stjórnarmaður hjá KKD Keflavíkur þau Arnar og Ingibjörgu frábæra leikmenn sem kæmu til með að styrkja liðin verði að því að þau spili.

„Þau vildu ganga til liðs við Keflavík en það er enn óvíst hvenær þau koma til landsins,“ sagði Sævar. Það mun því væntanlega skýrast á næstunni hvort þau Arnar og Ingibjörg komi aftur til landsins.