Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Arnar náði frábærum árangri
Arnar Þorsteinsson, Björn þjálfari og Eskil.
Miðvikudagur 18. nóvember 2015 kl. 10:03

Arnar náði frábærum árangri

Hnefaleikafélag Reykjaness gerði gott mót


Hnefaleikafélag Reykjaness sótti um helgina mót í hnefaleikum þar sem liðsmenn náðu sér í svokallaða diploma viðurkenningu. Arnar Þorsteinsson bar af á mótinu um helgina en hann fékk hæstu einkunn fyrir allar þrjár viðureignir sínar (45, 44, 45 af 45 stigum mögulegum). Ekki nóg með það heldur varð hann einnig fyrstur hnefaleikakappa á Íslandi til þess að fá afhent gull-diploma fyrir framúrskarandi stigagjöf í fimm bardögum. Þetta er stórt stökk bæði fyrir Hnefaleika á Suðurnesjum sem og landsvísu. Arnar sem er aðeins 15 ára hefur sýnt fram á að hann er einn efnilegasti hnefaleikakappi sem landið hefur upp á að bjóða, bæði í diploma og ólympískum hnefaleikum. 

Fimm keppendur kepptu fyrir hönd Hnefaleikafélag Reykjaness en mótið er ætlar fyrir keppendur á aldrinum 11-17 ára. Keppendur sem kepptu fyrir hönd Reykjaness voru: Arnar Þorsteinsson, Benóný Færset, Friðrik R. Friðriksson, Gabríel Andrason og Stancho Vasilev. Strákarnir fóru á kostum í sínum viðureignum, en nær allir kepptu tvo bardaga á þessum þriggja tíma viðburði. Friðrik náði þar sínu fyrsta diploma og safnar núna upp í brons-diploma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mótið var haldið af hnefaleikafélaginu Æsir í samstarfi við Hnefaleikafélag Reykjaness. Stigadómarar voru ekki af verri endanum en þar á meðal var Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum og okkar eigin bardagaíþróttastjarna af Suðurnesjum, Björn Lúkas Haraldsson sem er þekktur fyrir framúrskarandi árangur í hnefaleikum, Tae Kwon Do, júdó og BJJ.

Friðrik R. Friðriksson með viðurkenningu sína. Að ofan má sjá Arnar Þorsteinsson.