Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnar í eins leiks bann
Þriðjudagur 6. apríl 2004 kl. 15:11

Arnar í eins leiks bann

Aganefnd KKÍ dæmdi fyrr í dag þá Corey Dickerson, Snæfelli, og Arnar Frey Jónsson úr Keflavík í eins leiks bann. Corey vegna brottvísunar í öðrum leik Keflavíkur og Snæfells sl. laugardag og Arnar Frey vegna atvika sem áttu sér stað í sama leik. Þeir munu taka bannið út í leik Keflavíkur og Snæfells nk. laugardag.

Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir munu sætta sig við niðurstöðuna. „Þetta er skoðun aganefndar og þeir mega túlka þetta eins og þeir vilja. Við tökum þessu bara eins og menn og við höfum aðra leikmenn til að fylla upp í skarðið.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024