Arnar Helgi stórbætti Íslandsmet sitt
Suðurnesjamaðurinn Arnar Helgi Lárusson bætt sitt eigið Íslandsmet gríðarlega í dag þegar hann keppti í 200m hjólastólakappakstri á HM í Lyon í Frakklandi. Arnar Helgi komst ekki í úrslitin en bætti Íslandsmet sitt um heilar 4,02 sekúndur!
Ríkjandi met Arnars var 38,70 sek. fyrir keppnina í dag en hann kom svo í mark á tímanum 34,68 sek. Frábær bæting hjá Arnari sem hefur tekið stórstigum framförum í greininni síðustu misseri en hann er um þessar mundir eini Íslendingurinn sem stundar hjólastólakappakstur.
ifsport.is greinir frá.