Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Arnar Helgi setti tvö Íslandsmet á HM
Þriðjudagur 27. október 2015 kl. 15:56

Arnar Helgi setti tvö Íslandsmet á HM

Arnar Helgi Lárusson lauk keppni á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum í dag. Hann segir á Facebook síðu sinni að hann muni nota næstu mánuði til að bæta sig enn frekar en hann setti tvö Íslandsmet í ferðinni í Doha.

Arnar keppti í morgun í 400 metra hjólastólaspretti og hafnaði í 14. sæti af 18 keppendum. Tíminn 1:05,77 mín. var nýtt Íslandsmet. Hann setti líka nýtt Íslandsmet í 200 metra spretti fyrr í keppninni.

Arnar segir í viðtali að það hefði verið betra ef hann hefði undirbúið sig enn betur fyrir HM með því að keppa meira á mótum erlendis. Þó sé hann mjög ánægður með árangurinn á árinu eftir miklar bætingar. Þá muni hann nota næstu mánuði til að huga að nýjum stól.

Sjá viðtalið á Facebook hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024